Fjalla-eyði

Ég geng nú til fjalla

líf yfirgef

mína ánægju alla

tapað ég hef

Eitt sinn hafði gleði, lífsvilja

mér sagt er að gleyma

þau ekki skilja

Ég stend hér á fjalli

ísinn mig hylur

jörðin mig gleypir

myrkrið nálgast

Ég er komin i eyði.

Einn ég geng minn síðasta veg

sé þá ei við hann neinn enda

hafði ást svo vinsamleg

Allt sem ég hafði, er aska í vitum mér

sú ást sem ég fann er horfin

aldrei jafn sárt hef ég lifað

Lifa mun ei lengur.