Another Icelandic one

Engan enda sé

áfram geng ótrauður

ástæðu hef né

bráðum verð ég dauður

Myrkrið mig kallar

kuldinn faðmar mig

hverfa vonir allar

ísinn sameinast við mig

Finn ei fyrir neinu

ég lifi í ólífi

ég dauðinn er orðin og mun ykkur taka

Advertisements

Fjalla-eyði

Ég geng nú til fjalla

líf yfirgef

mína ánægju alla

tapað ég hef

Eitt sinn hafði gleði, lífsvilja

mér sagt er að gleyma

þau ekki skilja

Ég stend hér á fjalli

ísinn mig hylur

jörðin mig gleypir

myrkrið nálgast

Ég er komin i eyði.

Einn ég geng minn síðasta veg

sé þá ei við hann neinn enda

hafði ást svo vinsamleg

Allt sem ég hafði, er aska í vitum mér

sú ást sem ég fann er horfin

aldrei jafn sárt hef ég lifað

Lifa mun ei lengur.